Fréttasafn2. okt. 2013

Smáþing

Fimmtudaginn 10. október verður blásið til Smáþings á Hótel Reykjavík Nordica þar sem verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu. Birtar verða tölur um umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi, framtakssemi Íslendinga verður mæld með hjálp Capacent og reynt verður að meta hversu mörg störf lítil og meðalstór fyrirtæki geti skapað á næstu 3-5 árum. Fjöldi frumkvöðla og fyrirlesara stíga á stokk.

Tilgangur Litla Íslands er að bæta rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi og að byggja upp kröftugra, betra og skemmtilegra samfélag. Íslenskt atvinnulíf er byggt upp af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þau eru lykilþáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar, veita tugum þúsunda vinnu og eru mikilvæg uppspretta nýrra starfa og hugmynda. Skelltu þér á þing og legðu þitt af mörkum ...

DAGSKRÁ SMÁÞINGS 2013
10. október kl. 14-17

Setning
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Data Market.

Umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.

Lífið á Litla-Íslandi
Pétur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Medialux.


Sögur af hinu smáa og stóra

 • Árni Þór Árnason, stjórnarformaður Oxymap.
 • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
 • Andrés Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta
 • Unnur Svavarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri GoNorth.
 • Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og framkvæmdarstjóri Stjörnu-Odda.

Hvað geta lítil og meðalstórfyrirtæki skapað mörg ný störf á næstu 3-5 árum?
Niðurstöður nýrrar Outcome-könnunar.


Það sem betur má fara ...

 • Heilbrigt verktakaumhverfi á Íslandi
  Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North.
 • Skynsamlegar skattabreytingar
  Andri Gunnarsson og Páll Jóhannesson lögmenn hjá Nordik Lögfræðiþjónustu.
 • Endurskoðum endurskoðun lítilla og meðalstórra fyrirtækja
 • Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte.
 • Hversu framtakssamir eru Íslendingar?
  Niðurstöður nýrrar Capacent könnunar.

Þingslit og viðbrögð

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Netagerð og spjall
Hvað getum við gert fyrir þig?

Kynning á þjónustu SA og aðildarsamtaka í forrými frá kl. 16-17. Hittu fyrir frumbyggja Litla-Íslands og spáðu í framtíðina. Léttir tónar og ljúfar veitingar.

Þingstjóri er Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA.

Þingið er öllum opið og er ekkert þáttökugjald.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á SMÁÞING