Fréttasafn



8. okt. 2013

Mentor hannar nýtt viðmót í spjaldtölvur

Mentor-kerfið  sem stór hluti foreldra, nemenda og kennara  notar daglega  mun taka miklum breytingum á næstunni. Fyrsti sýnilegi hluti þess er nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt í nýrri snjallsímum.

Nemendur og foreldrar munu sjá nýja viðmótið þann 17. október nk.

Spjaldtölvuvæðing í skólastarfi fer eins og eldur í sinu um allan heim. Bækur og verkefni eru að færast yfir á rafrænt form og samskipti kennara og heimila eru stöðugt að aukast. Mentor vinnur að yfirgripsmikilli uppfærslu kerfisins með hliðsjón af tækninýjungum sem styðja við nútíma þarfir. Við byrjum á að opna nýja kerfið fyrir nemendur og foreldra núna í október og kennarar fylgja síðan í kjölfarið smátt og smátt, segir Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors á Íslandi.