Fréttasafn10. mar. 2014

Dörthe Zenker sigraði í nemakeppni Kornax í bakstri

Úrslit í Nemakeppni Kornax í bakstri voru tilkynnt á sýningarsvæði Íslandsmóts iðn- og verkgreina í gær. Fjórir nemar kepptu til úrslita, Dörthe Zenker, nemi hjá Almari bakara, Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir, nemi hjá Hérastubbi, Magnús Steinar Magnússon, nemi hjá Reyni bakara og Stefán Gaukur Rafnsson, nemi hjá Sveinsbakaríi. Keppnin fór fram í Hótel- og matvælaskólanum en afurðum var stillt út á sýningarsvæðinu. Úrslit urðu þau að Dörthe Zenker sigraði, Stefán Gaukur Rafnsson, hlaut annað sætið en í þriðja til fjórða sæti urðu Hrafnhildur A. K. Sigurðardóttir og Magnús Steinar Magnússon. Þeim eru öllum færðar hjartanlegar hamingjuóskir með frábæra frammistöðu.

Á myndinni eru keppendur ásamt Daníel Kjartani Ármanssyni, yfirdómara.