Fréttasafn11. mar. 2014

Morgunfundur Litla Íslands um fjármögnun lítilla fyrirtækja

Föstudaginn 14. mars efnir Litla Ísland til morgunfundar í Húsi atvinnulífsins kl. 9-10 þar sem verður rætt um fjármögnun lítilla fyrirtækja. Fulltrúar Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans mæta til fundarins og kynna þá þjónustu sem sérsniðin er að þörfum lítilla fyrirtækja.

Litla Ísland hefur bent á að besta viðskiptaáætlunin sem býðst á markaðnum í dag sé að hlúa að litlum fyrirtækjum á Íslandi, en fyrirtæki með 1-50 starfsmenn vilja fjölga störfum um 14 þúsund á næstu 3-5 árum. Litla Ísland fullyrðir því að stóra lausnin í atvinnumálum þjóðarinnar sé smá. 

Fundurinn fer fram í fundarsalnum Kviku, á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík. Kaffi og létt morgunhressing frá kl. 8.45 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 9 og verður lokið ekki síðar en kl. 10.   

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki (1-50 starfmenn) vinna saman óháð atvinnugreinum. Litla Ísland var stofnað á Smáþingi 10. október 2013. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar litla Íslands.