Fréttasafn21. mar. 2014

Hönnunarmars 27. - 30. mars


Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar og í ár bjóða þeir til fyri 100 viðburða, innsetninga og sýninga víða um borg yfir hátíðardagana.

HönnunarMars hefst í næstu viku og verður settur formlega fimmtudaginn 27. mars og stendur til sunnudagsin 30. mars. Dagskráin er nú aðgengileg á honnunarmars.is en prentaða dagskrárbókin fer í dreifingu um helgina og hægt er nálgast hana rafrænt hér.

kom út 14. mars og það er tileinkað HönnunarMars að vanda. Þar er einnig að finna dagskrá hátíðarinnar auk umfjöllunar um hönnuði og nokkra viðburði hátíðarinnar.

Meðal dagskrárliða er sýning á íslenskum húsgögnum í Hörpu þar sem framúrskarandi hönnun og frábært handbragð haldast í hendur.