Fréttasafn



21. mar. 2014

Hreinleiki íslenskra kjúklinga er staðreynd

Í nýrri frétt á vef Matvælastofnunar er fjallað um varnir gegn örverusmiti í íslenskum kjúklingum í tilefni af leiðara Fréttablaðsins 11. mars s.l. „Hreinleikinn reynist goðsögn“ þar sem fjallað er um niðurstöðu úttektar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á opinberu eftirliti með alifuglasláturhúsum- og afurðastöðvum. Það sem fram kemur í leiðaranum er rétt varðandi úttektina en hins vegar dregur leiðarahöfundur ranga ályktun í lok leiðarans þegar hann skrifar „Skýrsla ESA er hins vegar enn ein staðfesting þess að hreinleiki íslenzka ofurkjúklingsins er bara goðsögn“. Í frétta Matvælastofnunar eru færð rök fyrir því að þessi fullyrðing er röng.

Sjá frétt á vef Matvælastofnunar hér