Samtök arkitektastofa ganga í SI
Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Samtaka arkitektastofa, SAMARK, að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Ögmundur Skarphéðinsson formaður SAMARK og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA skrifuðu undir samninga sem taka strax gildi.
Samtök iðnaðarins fagna þessum góða liðsauka enda hafa arkitektastofur margþætta snertifleti við ýmiss svið íslensk iðnaðar. Með aðildinni tekur SI að sér almenna hagsmunagæslu fyrir SAMARK og daglega umsýslu sem verður þróuð frekar að lokinni stefnumótun sem fyrirhuguð er fljótlega.
Ögmundur Skarphéðinsson, formaður SAMARK
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA
Aðrir í stjórn SAMARK eru Ásdís Helga Ágústsdóttir og Helgi Már Halldórsson