Fréttasafn



7. maí 2014

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-11. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman semstyrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fjórða sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hefur hingað til alls safnað hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Fyrirtæki og stofnanir eru hvattar til að bjóða starfsmönnum upp á bollur með kaffinu á fimmtudag og föstudag og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt í mæðradagsgöngum og gæða sér á brjóstabollum um helgina.  

Styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar. Félagið efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí, kl. 11. Gengið verður í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Nesskaupsstað, Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Reykjanesbæ og Reykjavík. Allar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á vefnum www.gongumsaman.is.

Eftirtalin fyrirtæki selja brjóstabollur um mæðradagshelgina:

Almar bakari Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn
Bakarameistarinn Reykjavík
Bakstur og veisla Vestmannaeyjum
Bernhöftsbakarí Reykjavík
Björnsbakarí Seltjarnarnesi og Reykjavík
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Akureyri
Brauðgerð Ólafsvíkur Ólafsvík
Bæjarbakarí Hafnarfirði
Gamla Bakaríið Ísafirði
Geirabakarí hf. Borgarnesi
Guðnabakarí Selfossi
Fjarðarbakarí Hafnarfirði og Kópavogi
Hjá Jóa Fel. Brauð og kökulist Reykjavík, Kópvogi og Garðabæ
Hérastubbur Grindavík
Hverabakarí Hveragerði
Kornið Reykjavík, Kópvogi og Reykjanesbæ
Kökuhornið/Lindabakarí ehf Kópvogi
Kökulist Hafnarfirði
Kökuval Hellu
Mosfellsbakarí Mosfellsbæ og Reykjavík
Okkar bakarí Garðabæ
Reynir bakari Kópvogi
Sigurjónsbakarí Reykjanesbæ
Sveinsbakarí Reykjavík
Valgeirsbakarí Reykjanesbæ