Fréttasafn21. maí 2014

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga

Aðalfundur Félags Ráðgjafarverkfræðingavar haldinn 15. maí. Áður en eiginleg aðalfundarstörf hófust flutti Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, áhugavert erindi þar sem fjallað var um vinnu við að laða að erlenda fjárfestingu til Íslands. Einnig fór Þórður yfir hvaða tækifæri og verkefni eru í farvatninu og hvaða breytingar þarf að gera í laga- og viðskiptaumhverfi til að auðvelda þetta starf sem er mikið hagsmunamál fyrir verkfræðiráðgjöf á Íslandi.

Tryggvi Jónsson formaður FRV flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var starf félagsins síðastliðið ár en það einkenndist einkum af því að árið var fyrsta heila ár félagsins innan SI. Við það hafa áherslur, áhrif og starfssemi félagsins breyst á margan hátt til hins betra.  

Á fundinum voru kosnir til tveggja ár í stjórnina þeir Bjarni Gunnarsson Hnit, Arinbjörn Friðriksson Eflu og Guðjón Jónsson VSÓ. Tryggvi Jónsson formaður og Magnús Kristbergsson voru kosnir til tveggja ára í fyrra og voru því ekki í kjöri að þessu sinni.  Skoðunarmaður reikninga var kjörinn Sigurgeir Þórarinsson Mannviti.

Kynningu  Þórðar Hilmarssonar má finna hér.

Ársskýrslu FRV er að finna hér.