Fréttasafn28. maí 2014

Mikið um að vera á Nýsköpunartorgi

Vel tókst til á Nýsköpunartorgi sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um var að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið var haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Föstudaginn 23. maí hófst ráðstefnan með setningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Haldnar voru sex málstofur í sex stofum háskólans.  Annars vegar voru þrjár línur um uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja þar sem fyrirtækjum er skipt í deildir eftir þroskastigi og hins vegar málstofur um tengda stoðþjónustu s.s. höfundarétt, einkaleyfi og staðla. Gestir ráðstefnunnar gátu valið sér þá fyrirlestra sem mestan áhuga vekja.

HÉR má nálgast yfirlit yfir þær stoðþjónustur sem kynntar voru í málstofum.

Spennandi NÝSKÖPUNARTORG fyrir alla fjölskylduna

Laugardaginn 24. maí var öllum þeim sem áhuga hafa á nýsköpun og tækni boðið á Nýsköpunartorgið. Um 90 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynntu vörur og þjónustu en að auki var boðið upp margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna, m.a. kynningar fyrirtækja um tækifærin í tækni, MindstormLego, Spilavini og kynningar á nýjum tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt.

Mikil umferð var í húsið og tókst dagurinn vel í alla staði.

Sjá nánari umfjöllun um Nýsköpunartorgið HÉR