Fréttasafn  • Fjöregg 2014

13. ágú. 2014

Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ 2014 

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands kallar eftir tilnefningum til FJÖREGGS MNÍ 2014. Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík og er veitt árlega á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði.

 

Öllum er fjálst að tilnefna vörur eða gott framtak sprotafyrirtækja, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.

Fjöreggið hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Upplýsingar um Fjöregg fyrri ára má finna á vef félagsins www.mni.is. Matvæladagurinn verður að venju haldinn í október.

 

Tilnefningar á að senda á netfang Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, mni@mni.is fyrir 9. september.