Fréttasafn  • sykur

20. ágú. 2014

Samtök iðnaðarins styðja afnám vörugjalda

Samtök iðnaðarins fagna hugmyndum fjármálaráðherra um að einfalda skattkerfið og fella niður vörugjöld. Samtökin hafa margítrekað bent á að innheimtukerfi vörugjalda af matvælum (sykurskattsins svonefnda) er geysilega flókið og kostnaðarsamt bæði fyrir framleiðendur og hið opinbera. Þá er ljóst að sykurskatturinn er fjarri því að skila ríkissjóði þeim tekjum sem stefnt var að þegar skatturinn var lagður á í núverandi mynd í mars á síðasta ári. Samtökin minna á að samkvæmt fæðuframboðstölum hefur sykurneysla jafnt og þétt dregist saman frá því að byrjað var að taka saman tölur um það og er t.d. um 5 kg minni á mann á ári en hún var um 1960. Ekkert bendir til að sykurskatturinn hafi áhrif á neyslu á sykri hér á landi. Samtökin telja að afnema eigi strax öll vörugjöld af matvælum, byggingarvörum og raftækjum og að mun skilvirkari leið fyrir ríkissjóð til að ná inn sömu tekjum sé í gegn um virðisaukaskattskerfið.