Fréttasafn



10. okt. 2014

Fjölmenni á fundi um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa

Um 200 manns sóttu kynningarfund um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði á Grand Hótel Reykjavík í gær.

Fundurinn var liður í fundaröð sem Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa staðið að um land allt til að kynna kröfu um gæðastjórnunarkerfi sem tekur gildi 1. janúar 2015.

Krafa um gæðastjórnunarkerfi felur í sér að allir sem skrá sig á byggingarleyfisskyld verk sem hönnuðir, hönnunarstjórar, iðnmeistarar eða byggingarstjórar eftir 1. janúar 2015 skulu vera með gæðastjórnunarkerfi sem samþykkt er af Mannvirkjastofnun.

Lokafundinn sem haldinn var í gær sátu um 200 aðilar sem tengjast mannvirkjagerð en áður höfðu fundir verið haldnir á Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Borgarnesi, Stykkishólmi, Reykjanesbæ og Hellu.

Nánari upplýsingar má m.a. nálgast á vef Mannvirkjastofnunar, www.mannvirkjastofnun.is