Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði
Umsóknarfrestur rennur út 14. nóvember, kl. 17:00.
Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá
framhaldsskóla. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is
Umsóknum skal skila á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir
Hulda Hrafnkelsdóttir, sími 515 5800, hulda.hrafnkelsdottir@rannis.is.