Fréttasafn



  • Fjöreggið 2014

17. okt. 2014

Arna ehf. hlýtur Fjöregg MNÍ

Arna ehf. hlýtur Fjöregg MNÍ

Fjöregg MNÍ var afhent á Matvæladegi í dag 17. október. Fyrirtækið hlýtur þessa viður kenningu fyrir framleiðslu sína á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum. Tilkoma Örnu voru ákveðin tímamót fyrir einstaklinga með laktósaóþol en vilja geta neytt ferskra Fjöreggið 2014mjólkurafurða  . Arna er lítið en vaxandi fyrirtæki sem starfar í tæplega 100 manna bæjarfélagi á Vestfjörðum. Einn af styrkleikum fyrirtækisins liggur í þeirri staðreynd að það er lítið og sveigjanlegt fyrirtæki.

Önnur fyrirtæki sem voru tilnefnd til verðlaunanna og skoruðu hátt að mati dómnefndar voru Eimverk ehf. fyrir vöruþróun og notkun á lífrænu íslensku byggi til framleiðslu á viskíi og gini og er fyrst íslenskra fyrirtækja til að framleiða maltviskí, Garðyrkjustöðin Sunna í Sólheimum í Grímsnesi fyrir frumkvöðlastarf og elju við lífræna ræktun grænFjöreggið 2014metis, Omnom ehf. fyrir skemmtilega nýjung í súkkulaðigerð á Íslandi en fyrirtækið framleiðir súkkulaði alveg frá grunni, þ.e.a.s. beint úr bauninni og umbúðahönnun er einnig mjög vel heppnuð og Sólsker ehf fyrir úrvinnslu afurða úr makríl en fyrirtækið framleiðir bæði makrílpaté og heitreyktan makríl auk þess að stunda umhverfisvænar veiðar og vinnslu.

Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SI og formaður dómnefndar afhenti Fjöreggið en það er eins og áður gefið af Samtökum iðnaðarins.