Fréttasafn22. okt. 2014

Verk- og tækninám - Nema hvað!

Samtök iðnaðarins senda árlega kynningarefni, kort með yfirskriftinni Verk- og tækninám – nema hvað!, til nemenda í 9. eða 10. bekk. Kortið leiðir þau inn á vefsíðuna www.nemahvad.is þar sem er að finna kynningarmyndbönd þar sem ungt fólk segir frá reynslu sinni af iðnmenntun og störfum innan mismundandi iðngreina. Einnig eru nánari upplýsingar og slóð inn á skóla sem bjóða upp á viðkomandi nám.

Markmiðið er að vekja áhuga á iðn,- verk- og tækninámi og hvetja ungt fólk til að íhuga þessar námsleiðir, styrkja ímynd starfa með því að sýna einstaklinga með iðnmenntun sem náð hafa árangri og ungt fólk á auðvelt með að tengja við sem fyrirmyndir.

Öflugt starf í þágu menntamála fer fram innan Samtaka iðnaðarins og SI standa að margs konar viðburðum og verkefnum sem hafa það að markmiði að skólakerfið mennti unga fólkið inna iðn- verk- og tæknigreina í takt við þarfir atvinnulífsins.