Fréttasafn



4. nóv. 2014

Á þriðja hundraða manns á Stefnumóti íslensks byggingariðnaðar í dag

Á þriðja hundrað manns eru á STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar á Grand Hótel. Fulltrúar atvinnugreina, stofnana og hagsmunaaðila rýna stöðuna og meta mögulegar leiðir í átt að umbótum og framförum. Aldrei áður hefur jafn breiður hópur þátttakenda í byggingariðnaði komið saman til umræðu.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA var meðal ræðumanna í morgun og fjallaði um hagræna þýðingu og stöðu íslensks byggingariðnaðar. Lesa má viðtal við hana í Morgunblaðinu í dag.