Fréttasafn



7. nóv. 2014

LÁRA GUNNARSDÓTTIR HLÝTUR SKÚLAVERÐLAUN

Skúlaverðlaunin 2014 hlaut Lára Gunnarsdóttir fyrir handgerða smáfugla úr birki. Lára er ein af okkar fremstu listhandverksmönnum og hefur starfað í mörg ár. Hún er með mjög skemmtilegan og persónulegan stíl og vinnur eingöngu úr tré og þá oftast úr íslensku birki. Auk verðlaunanna var veitt ein viðurkenning en hana hlaut Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamaður fyrir verkið „Möttulkvika“ sem er kökudiskur á fæti.

Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin í gærkvöldi.

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur hófst í gær og stendur fram á mánudag.

Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn.  Skilyrðin voru að hlutirnir  máttu hvorki  hafa  verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Um tuttugu  tillögur bárust og faglega valnefnd skipuðu Edda Bergsteinsdóttir gullsmiður og Guðný Hafsteinsdóttir leirlistamaður valdi verðlaunahafa.

Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.