K.C. Tran endurkjörinn formaður Clean Tech Iceland
Aðalfundur Clean Tech Iceland (Græn tækni) var haldinn í gær í Borgartúni 35. Clean Tech Iceland er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins er starfar að því að bæta framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefna- og orkunotkun og að minnka úrgang, mengun og sóun. K.C. Tran frá Carbon Recycling International var endurkjörinn formaður. Mikið og kröftugt starf fer fram innan hópsins og má nefna að í gær kynnti Sigríður Ragna Sverrisdóttir verkefnið OCEANA sem er verkefni er stuðlar að verndun hafsins.
Meðal verkefna hjá CleanTech hópnum á síðasta ári voru
-
Græn Tækni – sóknarfæri. Kortlagning á stöðu grænnar tækni á Íslandi og mat á sóknarfærum, Vefútgáfa hér.
-
Áhersla á markaðsmál með samstarfi við Íslandsstofu og þátttöku í Nýsköpunartorgi og Sjávarútvegssýningunni,
-
Vinnustofa um Orkunýtni,
-
Þátttaka í samstarfsvettvöngum eins og Græna Orkan og Oceana,
-
Vinna að bættu fjármögnunarhverfi með verkefnum tengdum Hátækni- og sprotavettvangi og fjármögnunaraðilum.