Fréttasafn



4. nóv. 2022 Almennar fréttir Menntun

#kvennastarf fær viðurkenningu Íslensku menntaverðlaunanna

Í fyrsta sinn í sögu Íslensku menntaverðlaunanna sem afhent voru á Bessastöðum í fyrradag var afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til iðn- og verkmenntunar. Átaksverkefnið #kvennastarf hlaut viðurkenninguna en átakinu er ætlað er að stuðla að auknu jafnrétti til náms. Auk þess sem átakið er hvatning til að skoða alla möguleika í vali á námi og framtíðarstarfi og var unnið af Tækniskólanum í samstarfi við iðn- og verkmenntaskóla í landinu.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, afhenti viðurkenninguna og sagði meðal annars í ávarpi sínu að brýnt væri að fjölga þeim sem leggja stund á nám í iðn- og verkgreinum til að mæta þörfum framtíðar. Aðsókn í slíkt nám hafi aukist á síðustu árum og sé það vel. En betur megi ef duga skuli þegar við stöndum frammi fyrir því að það vanti enn fleira fagfólk hér á landi. Hann sagði það því mikilvægt að hampa því sem vel sé gert á þessu sviði.

Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, tók við viðurkenningunni fyrir hönd þeirra sem standa að átakinu. 

Aðrar viðurkenningar Íslensku menntaverðlaunanna eru:

Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur: Leikskólinn Rauðhóll í Reykjavík fyrir fagmennsku og gæði í leikskóla­starfi og öflugt þróunarstarf.

Verðlaun sem framúrskarandi kennari: Elísabet Ragnarsdóttir leikskólakennari og aðstoðarleikstjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu.

Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni: Þróunarverkefnið átthagafræði í grunnskóla Snæfellsbæjar en það beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi.

Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna: Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir áskoranir í lífi og starfi í nútíð og framtíð.

Afhendingin sem fór fram á Bessastöðum var sýnd á RÚV 3. nóvember. Á vef RÚV er hægt að horfa á afhendinguna.

Á vef Skólaþróunar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Íslensku menntaverðlaunin. Að baki verðlaunanna standa embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Samtök iðnaðarins og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Myndir/BIG

Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar Tækniskólans, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Islensku_menntaverdlaunin_2022-1Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Islensku_menntaverdlaunin_2022-5Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Islensku_menntaverdlaunin_2022-8Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra.

Islensku_menntaverdlaunin_2022-12Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. 

Islensku_menntaverdlaunin_2022-14Gerður Kristný, rithöfundur og formaður viðurkenningaráðs.

Islensku_menntaverdlaunin_2022-17

Islensku_menntaverdlaunin_2022-18

Islensku_menntaverdlaunin_2022-19

Islensku_menntaverdlaunin_2022-20

Islensku_menntaverdlaunin_2022-21

Islensku_menntaverdlaunin_2022-23

Islensku_menntaverdlaunin_2022-24