19. maí 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Nú er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu við íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði, vegna reikninga frá og með 1. mars sl. Þetta á einnig við um reikninga vegna heimilisaðstoðar og reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis, s.s. garðvinnu, ræstingar sameignar og annarra þrifa. Þetta kemur fram á vef Skattsins þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um endurgreiðslurnar sem eru tímabundnar út árið. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.