Fréttasafn27. mar. 2020 Almennar fréttir

Nú er tíminn til að kaupa íslenskar vörur

Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn til kaupa á íslenskum vörum í nýrri auglýsingu þar sem segir: „Nú er tíminn til að kaupa íslenskar vörur. Styðjum við innlenda framleiðslu sem skapar störf og verðmæti fyrir samfélagið allt. Þannig höldum við okkur gangandi. Úrvalið og gæðin þekkjum við öll. Gjörið svo vel!“

Íslenskt – gjörið svo vel er kynningarátak sem hófst árið 2018. Tilgangur átaksins er að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum og hvetja þá til að velja íslenskt. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari átaksins.

Fyrirtæki sem framleiða eða selja íslenskar vörur hafa verið hvött til að taka þátt í átakinu þar sem miðað er við að myndmerkið sé hægt að nota á þær vörur sem uppfylla skilyrði fánalaga. Fyrirtæki og framleiðendur sem taka þátt í átakinu geta nýtt myndmerki þess á umbúðir, heimasíður, samfélagsmiðla og annað kynningarefni. Hér er hægt að nálgast myndmerkið.

Auglysing-mars-2020