Fréttasafn29. des. 2018 Almennar fréttir

Núgildandi kjarasamningar hafa skilað miklum kjarabótum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í þættinum Vikulok á RÚV að ekki hafi verið innistæða fyrir kauphækkunum þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Fjöldi fyrirtækja hafi undanfarið þurft að grípa til fjöldauppsagna. Hún segir núgildandi kjarasamninga hafa skilað launafólki miklum kjarabótum. „Laun hafa hækkað gríðarlega mikið á þessum samningstíma sem nú er. Kaupmáttur launþega er 25 prósent hærri en hann var 2015. Þetta er staðreynd. Kaupmáttur lægstu launa er 30 prósent hærri en hann var 2015.“

Hún segir að til dæmis hafi prentsmiðjan Oddi hætt bókaprentun. „Það er ekkert sjálfgefið að störf séu hér á landi. Þegar við missum frá okkur samkeppnishæfnina þá erum við að missa störf.“

Á vef RÚV er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni, Vikulokin, 29. desember 2018.

Á öðrum fjölmiðlum var fjallað um viðtalið við Guðrúnu:

RÚV, 29.12.2018.

Viðskiptablaðið, 29.12.2018

Fréttablaðið, 29.12.2018

Hringbraut, 30.12.2018

Miðjan, 30.12.2018

RÚV, 30.12.2018