Fréttasafn



7. apr. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Ný blöð Rb um þök og rakaskemmdir

Rannsóknastofa byggingariðnaðarins, Rb, við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út tvö ný Rb-blöð. „Þök – gerðir og eiginleikar“ er heitið á öðru blaðinu sem fjallar um lögun þaka og mismunandi uppbyggingu þeirra eftir þakgerð. Þakgerðirnar sem fjallað er um eru heit þök, þök með einangruðum loftræstum þakflötum og þök með köldum loftrýmum eða köldum háaloftum. Í blaðinu eru lýsingar á uppbyggingu og eiginleikum þakgerðanna. Tilgangurinn er að gefa yfirlit yfir atriði sem mikilvægt er að taka tillit til við val á lögun og gerð þaks svo það uppfylli væntingar og virknikröfur. Hitt blaðið sem ber heitið „Varnir gegn rakaskemmdum“ og fjallar um hvernig megi koma í veg fyrir rakaskemmdir og örveruvöxt en það snýst framar öðru um að grípa til áhrifaríkra ráðstafana til að forðast hækkaðan efnisraka í byggingarhlutum eða hlutfallsraka inniloftsins og að lækka rakastig fljótt ef það hækkar of mikið, svo að rakastig sé aldrei hátt í meira en fáeinar klukkustundir.

Bæði blöðin fást án endurgjalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar: 

Þök - gerðir og eiginleikar

Varnir gegn rakaskemmdum