Fréttasafn



20. ágú. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ný heimasíða SART í loftið

Samtök rafverktaka -  SART hafa opnað nýja heimasíðu samtakanna. SART eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. Á vefsíðunni er hægt að finna allar helstu upplýsingar um samtökin sem eru samtök fyrirtækja í rafiðnaði. Í Samtökum rafverktaka eru um 180 fyrirtæki. 

Á vefsíðu SART er meðal annars hægt að finna upplýsingar um rafmagnsöryggi og er boðið upp á að taka rafmagnspróf sem gefur til kynna hvort rafmagnsmál séu í lagi á heimili eða vinnustað. Þá er hægt að leita í sérstakri leitarvél þar sem hægt er að finna fagfólk og fyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að vera í aðildarfélögum SART. Einnig eru að finna á vefsíðunni gagnlegar upplýsingar um fræðslu og menntun á sviði rafiðnar. 

Hér er hægt að fara inn á nýja vefsíðu SART. 

Sart_1566311471601