Fréttasafn



4. sep. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Ný krafa um lífsferilsgreiningu nýbygginga

Frá og með 1. september 2025 tók gildi ný krafa í byggingarreglugerð sem snýr að lífsferilsgreiningum (LCA) fyrir nýbyggingar í 2. og 3. umfangsflokki.

Krafan hefur tekið breytingum frá því að hún var kynnt í mars 2024. Reynslan á aðlögunartímabilinu sýndi að einfaldara verklag styður betur við innleiðinguna. Því hefur verið ákveðið fella niður ákvæði um skil á LCA við lokaúttekt að sinni og leggja þess í stað áherslu á skil LCA á hönnunarstigi, þ.e. við umsókn um byggingarleyfi. Sjá nánar í frétt á vef HMS.is

Markmið innleiðingarinnar er að gera losun gróðurhúsalofttegunda frá mannvirkjum sýnilega, styðja upplýstar ákvarðanir í hönnun og efnisvali og leggja grunn að losunarviðmiðum í framtíðinni.

Helstu atriði breytingarinnar:

  • Skil á LCA fara fram við umsókn um byggingarleyfi (á hönnunarstigi), en ekki við lokaúttekt að sinni.
  • Krafa gildir aðeins fyrir nýbyggingar í 2. og 3. umfangsflokki.
  • Viðbyggingar, endurgerð og viðhald falla ekki undir kröfuna.
  • Umsóknaraðilar skila LCA í gegnum skilagátt HMS og fá staðfestingu/kvittun.
  • Þróun viðmiða og undirbúningur fyrir skil við lokaúttekt heldur áfram.

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar: