Ný menntakönnun kynnt á morgunfundi um menntamál
Fyrsti morgunfundur vetrarins í fundaröð Húss atvinnulífsins um menntamál verður haldinn miðvikudaginn 27. september kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Á fundinum verða kynntar niðurstöður nýrrar menntakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins um umfang menntunar og fræðslu innan ólíkra fyrirtækja. Að auki fá fundargestir innsýn í hvernig þessum málum er háttað hjá þremur fyrirtækjum sem fara sína leið í menntun og fræðslu starfsfólks.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Dagskrá fundarins:
- Helstu niðurstöður nýrrar menntakönnunar - Þórður Höskuldsson, framkvæmdastjóri Outcome kannana og Guðrún Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SA
- Hvernig gerum við þetta? Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips - Kristjana Milla Snorradóttir, verkefnastjóri mannauðsmála Nordic Visitor - Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri Sjóvá
Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála SVÞ.