4. okt. 2018 Almennar fréttir Menntun

Ný menntastefna kynnt í dag

Mætum færni framtíðarinnar er yfirskrift opins fundar sem Samtök iðnaðarins standa fyrir í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík í dag kl. 12.00-13.30 um nýja menntastefnu samtakanna. Á fundinum verður farið yfir helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til að skapa menntakerfi fyrir nýjar kynslóðir sem styður við velmegun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins. Kynntar verða tillögur að umbótum sem miða að því að menntun mæti þörfum atvinnulífs framtíðarinnar þar sem krafist verður annarrar færni en nú þekkist. Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI. 

Dagskrá

  • Atvinnulífið og menntun - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Ný menntastefna SI - Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá SI, og Vilhjálmur Hilmarsson, sérfræðingur í greiningum hjá SI
  • Færni framtíðarinnar - Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant
  • Pallborðsumræður - Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Karl Frímannsson, fræðslustjóri Akureyrarbæjar.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.