Ný námslína HR fyrir stjórnendur í iðnaði
Opni háskólinn í HR býður upp á nýja námslínu í samstarfi við Samtök iðnaðarins sem er ætluð stjórnendum sem starfa í iðnaði. Áherslan verður á hagnýta þekkingu og að gefa nemendum tækifæri til að efla færni sína í starfi. Kennt verður með raunhæfum verkefnum til að tengja námið vinnuumhverfi og verkefnum þátttakenda.
Námslínan samanstendur af fimm grunnefnisþáttum:
- Forysta og stjórnun
- Rekstur og fjármál
- Samningatækni
- Verkefnastjórnun
- Straumlínustjórnun
Innifalið í námskeiðinu er eitt af eftirfarandi námskeiðum sem þátttakendur geta valið um:
- Framleiðslu- og gæðastýring
- Design Thinking – stefnumótun með aðferðarfræði hönnunar
- Þjónustustjórnun
Námslínan hefst 8. mars og lýkur í byrjun júní. Kennsla fer fram milli kl. 13.00-17.00. Leiðbeinendur eru Guðrún Högnadóttir, Jón Hreinsson, Páll Jensson, Pétur Arason, Kristján Vigfússon, Þórey Vilhjálmsdóttir, Hlín Helga Guðlaugsdóttir og Lára Óskarsdóttir.
Nánar á vef HR.