Fréttasafn27. jan. 2023 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki Orka og umhverfi

Ný sjálfbærnistefna húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Ný sjálfbærnistefna Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHIF, var kynnt í Björtuloftum í Hörpu í gær að viðstöddum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem flutti ávarp í upphafi fundarins. Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrði dagskránni. Jónas Kristinn Árnason, formaður FHIF og eigandi Brúnás, bauð gesti velkomna og fór yfir tildrög þess að félagið fór í vinnu við gerð sjálfbærnistefnunnar. 

Sævar Helgi Bragason hjá KPMG kynnti stefnuna en í henni kemur meðal annars fram að framtíð vandaðrar framleiðslu og framför í greininni byggi á sjálfbærri framleiðslu sem bæði tekur t illit til umhverfis og samfélags. Stefnan er byggð á mikilvægisgreiningu fyrir greinina og félagið og inniheldur vel skilgreind markmið og mælikvarða. Stefnunni verður fylgt eftir með aðgerðaráætlun. Félagið styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega heimsmarkmið nr. 3, 8, 9, 12 og 13. Lögð er áherslu á þá málaflokka þar sem félagið getur haft mest áhrif. Í stefnunni er farið yfir hráefnanotkun og nýtni, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfisstjórnun. Þar kemur meðal annars fram að félagsmenn vilja vera hluti af hringrásarhagkerfinu, því verði einblínt á að nýta hráefnin á sem bestan hátt og hugað að endurnýtingu og endurvinnslu, auk þess að vilja nota vistvæn hráefni eins og mögulegt er í starfseminni.

Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti ávarp og sagði hann meðal annars að hin græna iðnbylting og hið mikilvæga verkefni okkar allra að stemma stigu við loftslagsbreytingum teygi sig inn í alla geira þjóðlífsins. Framleiðsla og hönnun bæði í sínum víðasta skilningi og hinum þrengsta sé þar engin undantekning. Breyttar kröfur kalli á nýja nálgun. Sóun sé ekki í boði, hvort heldur sem er á efnivið eða orku. Hann sagði aukin áhersla vera á endurnýtingu og lengri endingartíma í sátt við umhverfi, loftslag og mannlíf, sem sé vel. Hringrásarhagkerfið skipi sífellt veigameiri sess og við sem búum þetta land höfum svo ótal margt fram að færa í þessari baráttu. Árni sagði að það styttist óðum í aldarafmæli Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, en félagið hafi verið meðal þeirra aðildarfélaga sem komu að stofnun Samtaka iðnaðarins fyrir tæpum 30 árum í gegnum Landssamband iðnaðarmanna. Hann sagði félagið hafa tekið þátt í mjög frambærilegum og mikilvægum verkefnum í gegnum tíðina, og sé ekkert að slá af þrátt fyrir hækkandi aldur. Þessa stundina sé til að mynda innsetning íslenskra húsgagna í suðurstofu Bessastaða en við val á húsgögnum hafi einmitt verið litið til þeirrar miklu fjölbreytni sem einkennir íslenskt handverk og hönnun ásamt því að litið hafi verið til sjálfbærni og hringrásarhugsunar. Árni sagði aðila Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda hafa ávallt staðið sig vel í þeim verkefnum sem þeir hafi tekið sér fyrir hendur og hann væri viss um að innleiðing sjálfbærnistefnunnar í rekstur þeirra muni ganga vonum framar. Þá sagðist Árni vilja nota þetta tækifæri til að hvetja aðra aðila, bæði opinbera og einkaaðila, til að taka þátt í innleiðingunni og líta í auknum mæli til umhverfisvænna viðmiða og sjálfbærni við innkaup á húsgögnum og innréttingum. 

Fyrsta-glaera

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins. 

Á Facebook SI er hægt að nálgast myndir.

Myndir/BIG

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-1Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-5Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-7Jónas Kristinn Árnason, formaður FHIF.

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-18Sævar Helgi Bragason hjá KPMG. 

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-22Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-12

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-2

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-4

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-6

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-8

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-9

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-10

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-13

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-15

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-17

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-16

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-19

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-20

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-21

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-23

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-25

Si_fundur_felags_husgagnaframleidenda_bjortuloftum-27