Fréttasafn7. nóv. 2018 Almennar fréttir

Ný skýrsla SI um atvinnustefnu gefin út í dag

Samtök iðnaðarins gefa út nýja skýrslu í dag með heitinu Mótum framtíðina saman - atvinnustefna fyrir Ísland. Skýrslan er unnin af starfsmönnum Samtaka iðnaðarins og er í skýrslunni stillt upp mynd af Íslandi árið 2050 og horft til þeirra málefna sem helst hafa áhrif á samkeppnishæfni landsins. Í skýrslunni sem er 50 síður eru settar fram tillögur að hátt í 70 umbótaverkefnum sem þyrfti að ráðast í til að efla samkeppnishæfnina. Í skýrslunni kemur fram að atvinnustefna getur verið rauði þráðurinn í stefnumótun hins opinbera þannig að unnið væri að samræmi í ólíkum málaflokkum svo fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið sé úr sóun.

Skýrslan er prentuð hjá Odda og fylgdist framkvæmdastjóri SI, Sigurður Hannesson, með prentun skýrslunnar í gær. Jón Trausti Harðarson, viðskiptastjóri hjá Odda, tók á móti Sigurði og sjást þeir hér á myndunum þegar skýrslan er að renna í gegnum færibandið.

SH-i-Odda-6-

SH-i-Odda-9-