Fréttasafn20. mar. 2018 Almennar fréttir

Ný skýrsla SI um samkeppnishæfni Íslands

Samtök iðnaðarins gáfu út skýrslu samhliða Iðnþingi sem ber sömu yfirskrift og þingið: Ísland í fremstu röð - eflum samkeppnishæfnina. Skýrslan sem er hátt í 100 síður er unnin af starfsfólki Samtaka iðnaðarins. 

Markmið með útgáfu skýrslunnar er að varpa ljósi á stöðuna, sjá hvernig Ísland stendur í samanburði við önnur ríki og hvaða áskoranir þarf helst að glíma við til þess að bæta samkeppnishæfnina. Skýrslunni er ætlað að vera innlegg í upplýsta umræðu um samkeppnishæfni Íslands.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Forsida-skyrslu-med-ramma_1520936941494