Fréttasafn



7. mar. 2018 Almennar fréttir

Ný skýrsla um samkeppnishæfni Íslands kemur út á morgun

Í tengslum við Iðnþing sem fram fer á morgun í Silfurbergi í Hörpu kl. 13.30-17.00 verður gefin út viðamikil skýrsla með sama heiti og yfirskrift þingsins: Ísland í fremstu röð - eflum samkeppnishæfnina. Skýrslan er unnin af starfsmönnum Samtaka iðnaðarins og er í skýrslunni horft til samkeppnishæfni Íslands út frá menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Í skýrslunni eru einnig samantektir um stöðu hagkerfisins, umhverfismál og þær tæknibreytingar sem eru framundan.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni, sem er hátt í 100 síður, eru helstu áskoranir sem þarf að mæta til að efla samkeppnishæfni landsins að mati Samtaka iðnaðarins. 

Skýrslan er prentuð hjá Odda og fylgdist framkvæmdastjóri SI, Sigurður Hannesson, með prentun skýrslunnar. Jón Trausti Harðarson, viðskiptastjóri hjá Odda, tók á móti Sigurði ásamt fleiri starfsmönnum prentsmiðjunnar.

_D4M7040
_D4M7088

_D4M7066