Fréttasafn



17. ágú. 2022 Almennar fréttir Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Félags hársnyrtimeistara á Norðurlandi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags hársnyrtimeistara á Norðurlandi. Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir er formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Helga Svava Arnarsdóttir, varaformaður, Aðalsteinn Sigurkarlsson, gjaldkeri, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, ritari, og Jana Rut Friðriksdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru Hafdís Þorbjörnsdóttir og Sigríður Inga Einisdóttir.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Inga, Sigríður Valdís, Helga Svava, Jana Rut, Hafdís, Heiða Hrönn og Aðalsteinn.