Ný stjórn Félags hársnyrtimeistara á Norðurlandi
Ný stjórn Félags hársnyrtimeistara á Norðurlandi var kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Lyst í Lystigarðinum á Akureyri fyrir nokkru. Í nýrri stjórn eru Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, formaður, Sigríður Inga Einisdóttir, Aðalsteinn Sigurkarlsson, Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir og Hafdís Þorbjörnsdóttir. Varamenn eru Helga Svava Arnarsdóttir og Jana Rut Friðriksdóttir.
Helga Svava Arnarsdóttir, Jana Rut Friðriksdóttir, Sigríður Inga Einisdóttir, Aðalsteinn Sigurkarlsson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir og Hafdís Þorbjörnsdóttir.