Ný stjórn Félags hársnyrtimeistara og -sveina í Reykjavík
Aðalfundur Félags hársnyrtimeistara og -sveina fór fram í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu.
Breytingar á stjórn voru þær að Margrét Brynjólfsdóttir tók við formennsku og Andri Týr Hermannson, fráfarandi formaður félagsins, tók sæti meðstjórnanda. Friðrik Jónsson kom inn í stað Katrínar Sifjar Jónsdóttur sem meðstjórnandi. Í nýrri stjórn eru því Halldóra Jónsdóttir, Andri Týr Hermannsson (Herramenn rakarastofa), Elvar Logi Rafnsson (Kompaníið), Margrét Ósk Brynjólfsdóttir (MIO MIO) og Friðrik Jónsson.