Fréttasafn15. maí 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Ný stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Ný stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHI, var kosin á aðalfundi sem haldinn var í gær í Húsi atvinnulífsins. Formaður félagsins er Guðmundur Ásgeirsson, Á. Guðmundsson, en auk hans eru í  stjórn Eyjólfur Eyjólfsson, AXIS, Gústav Jóhannsson, AGUSTAV, Brynjólfur Guðmundsson, GKS og Jóhann Hauksson.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, kynningu um verkefnið Íslenskt gjörið svo vel.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Þorleifur Magnússon, varamaður, Brúnás, Eyjólfur Eyjólfsson, AXIS, Guðmundur Ásgeirsson, formaður, Á. Guðmundsson, Brynjólfur Guðmundsson, GKS, Jóhann Hauksson og Tómas Þorbjörnsson, varamaður.