Fréttasafn



11. jún. 2021 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki

Ný stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Aðalfundur Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda fór fram í gær í Húsi atvinnulífsins. Áður en formleg aðalfundarstörf hófust voru flutt tvö erindi. Bjarni Herrera, sem leiðir sjálfbærniteymi KPMG, kynnti niðurstöður skýrslu sem hann, ásamt teymi, hefur unnið fyrir félagið um umhverfisáhrif húsgagnaframleiðslu og skynsamleg sjálfbærniviðmið fyrir íslenska húsgagnaframleiðendur. Þá kynnti Ragnhildur Bolladóttir hjá Menntamálastofnun yfirstandandi vinnu við rafrænar ferilbækur en markmið verkefnisins er að efla gæði starfsþjálfunar með því að mynda samskiptavettvang nemanda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi, um skilgreinda hæfniþætti þess starfs sem nemandinn lærir til.

Eyjólfur Eyjólfsson, formaður félagsins, fór með skýrslu stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári. Hann sagði m.a. frá því sem hefur áunnist í áherslumálum félagsins á starfsárinu en þau eru umhverfismál, hagtölur og umfang greinarinnar, menntamál og ímynd. Kjörin var ný stjórn félagsins sem er nú þannig skipuð: Eyjólfur Eyjólfsson hjá Axis, formaður, Guðmundur Ásgeirsson hjá Á. Guðmundsson, Halldór Gíslason hjá Beyki, Sigurður R. Ólafsson hjá Smíðastofu Sigurðar R. Ólafssonar og Þorleifur Magnússon hjá Brúnás. Í varastjórn eru Gylfi Guðmundsson hjá Viðhús trésmiðju, Jóhann Hauksson hjá JH trésmíði og Tómas Þorbjörnsson.

Fundarstjóri var Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. 

Á myndinni hér fyrir ofan er Eyjólfur Eyjólfsson, formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda.

Fundur-juni-2021-1-

Fundur-juni-2021-4-Bjarni Herrera hjá KPMG.

Fundur-juni-2021-2-Ragnhildur Bolladóttir hjá Menntamálastofnun. 

Fundur-juni-2021-5-