Fréttasafn



12. jún. 2023 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki

Ný stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Ný stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHIF, var kosin á aðalfundi félagsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins. Í stjórn eru Jónas Kristinn Árnason, formaður félagsins, Guðmundur Ásgeirsson, Halldór Gíslason, Hrafn Ingimundarson, Jónas Kristinn Árnason, Sigurður R. Ólafsson, Svandís Edda Halldórsdóttir, Tómas B. Þorbjörnsson og Örn Þór Halldórsson.

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHIF, hefur frá árinu 2021 verið í vegferð að aukinni sjálfbærni innan fagsins til að stuðla að auknu félagslegu og umhverfislegu jafnvægi. Í samvinnu með Circular Solutions, og síðar KPMG, var unnin greining á umhverfisáhrifum húsgagnaframleiðslu og var gerð sérstök skoðun á þeim þáttum við húsgagnaframleiðslu sem hafa mest áhrif á umhverfið, en það eru flutningar, framleiðsla (efnisval og framleiðsla) og lok líftíma þeirra. Með það að leiðarljósi að leita lausna til að draga úr umhverfisáhrifum íslenskrar húsgagnaframleiðslu var hafin vinna við gerð sjálfbærnistefnu félagsins sem tók mið af mikilvægisgreiningu KPMG á faginu og vinnustofu félagsmanna. Frá 23 nóvember 2022 þegar stefnan var samþykkt hafa fyrirtæki innan félagsins unnin að innleiðingu hennar. Á vefsíðu FHIF er hægt að nálgast stefnuna.

Undir liðnum önnur mál í dagskrá aðalfundarins voru flutt tvö erindi. Eyjólfur Eyjólfsson var með kynningu á lokaverkefni sínu til meistararéttinda sem nefnist Húsgagnasmíði á Íslandi 1970-2023. Ólafur Jónsson frá Nemastofu kynnti rafræna ferilbók og Birtingarskránna. 

Ný stjórn FHIF, talið frá vinstri, Sigurður R. Ólafsson, Tómas B. Þorbjörnsson, Hrafn Ingimundarson, Jónas Kristinn Árnason, Örn Þór Halldórsson, Halldór Gíslason og Guðmundur Ásgeirsson. Á myndina vantar Svandísi Eddu Halldórsdóttir.

Eyjolfur-EyjolfssonEyjólfur Eyjólfsson flutti erindi um húsgagnasmíði á Íslandi 1970-2023.

Olafur-Jonsson-nemastofaÓlafur Jónsson frá Nemastofu kynnti rafræna ferilbók. 

Mynd_1686575186056