Fréttasafn



24. okt. 2024 Almennar fréttir Félag húsgagnabólstrara Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Félags húsgagnabólstrara

Aðalfundur Félags húsgagnabólstrara var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var ný stjórn félagsins kosin. Berglind Hafsteinsdóttir sem var gjaldkeri félagsins var kosin formaður félagsins en Heiða Harðardóttir, fráfarandi formaður, tekur við sem gjaldkeri. Auk Berglindar og Heiðu þá var Ásdís Birgisdóttir kosinn ritari félgasins. Félag húgsgagnabólstrara á sér langa sögu en félagið var stofnað árið 1928. 

Á myndinni hér fyrir ofan er ný stjórn, talið frá vinstri, Heiða Harðardóttir, gjaldkeri, Berglind Hafsteinsdóttir, formaður, og Ásdís Birgisdóttir, ritari.

Bolstrarar-oktober-2024Húsgagnabólstrararnir sem sóttu aðalfund félagsins.