16. apr. 2024 Almennar fréttir Félag íslenskra gullsmiða Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Félags íslenskra gullsmiða

Ný stjórn Félags íslenskra gullsmiða var kosin á aðalfundi Félags íslenskra gullsmiða sem fór fram á Hótel Holti laugardaginn 13. apríl. 

Arna Arnardóttir er áfram formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Hrannar Hallgrímsson, gjaldkeri, Hildur Ósk Sigurðardóttir, Unnur Eir Björnsdóttir,  Kristinn Þór Ólafsson, Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir og Emilía Ósk Bjarnadóttir sem kemur ný inn í stjórn.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Hildur Ósk Sigurðardóttir, Unnur Eir Björnsdóttir, Hrannar Hallgrímsson, Emilía Ósk Bjarnadóttir, Arna Arnardóttir, Kristinn Þór Ólafsson og Sólborg Sumarrós Sigurðardóttir.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.