Fréttasafn25. jún. 2021 Almennar fréttir Félag íslenskra snyrtifræðinga Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga fór fram í Húsi atvinnulífsins í vikunni. Á fundinum var kosin ný stjórn sem í sitja Birna Ósk Þórisdóttir, formaður,  Rebekka Einarsdóttir, varaformaður, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Brynhildur Íris Bragadóttir, Auður Guðmundsdóttir, Erna María Eiríksdóttir, Guðrún Diljá Baldvinsdóttir og Alda Ósk Harðardóttir.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, aftari röð, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Rebekka Einarsdóttir,varaformaður, Brynhildur Íris Bragadóttir, Birna Ósk Þórisdóttir, formaður, og Auður Guðmundsdóttir. Í fremri röð eru Erna María Eiríksdóttir og Guðrún Diljá Baldvinsdóttir.