28. apr. 2022 Almennar fréttir Félag íslenskra snyrtifræðinga Iðnaður og hugverk

Ný stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga

Aðalfundur Félags íslenskra snyrtifræðinga var haldinn í Húsi atvinnulífsins 20. apríl og í kjölfarið var efnt til vorhátíðar félagsins. Á myndinni hér fyrir ofan eru ný stjórn sem kosin var á að fundinum, talið frá vinstri, Alda Ósk Harðardóttir, Birna Ósk Þórisdóttir, Beata Emilia Kocot, Svana Björk Hjartardóttir, Brynhildur Íris Bragadóttir, Rebekka Einarsdóttir, formaður, Auður Helga Guðmundsdóttir og María Stefánsdóttir.

Á vorhátíðínni hélt Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona og píanóleikari, uppi stuðinu og söng og lék undir fjöldasöng sem hver einasti snyrtifræðingur á staðnum tók hressilega undir.

IMG_3568

IMG_3571

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.