Fréttasafn



4. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Félags löggiltra rafverktaka

Aðalfundur Félags löggiltra rafverktaka, FLR, var haldinn í síðustu viku. Í nýrri stjórn FLR eru Pétur H. Halldórsson, formaður, Helgi Rafnsson, varaformaður, Sigurður Valur Pálsson, Elvar Trausti Guðmundsson og Friðrik Fannar Sigfússon. Varamenn eru Róbert Jensson og Lárus A. Jónsson.

Á fundinum kom fram mikil ánægja með að 11 nýir félagsmenn gengu til liðs við FLR á starfsárinu og var þeim nýju félagsmönnum sem komu á fundinn afhent merki FLR. 

Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Helgi Rafnsson, Róbert Jensson, Kristinn Þór Guðmundsson, Þorvaldur Haraldsson, Stefán Guðnason , Hjalti Rúnar Sigurðsson og Kristján Daníel Sigurbergsson.

Adalfundur-2019-2-_1572874025417Lárus A. Jónsson (t.h.) sem varð sjötugur á árinu var heiðraður fyrir störf fyrir félagið. Á myndinni eru Helgi Rafnsson, varaformaður FLR, og Lárus. 

Adalfundur-2019-4-_1572874159521Á fundinum var Ásbirni Jóhannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra SART, (t.h.) afhent gullmerki SART. Á myndinni eru Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, og Ásbjörn.