14. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, var kosin á aðalfundi sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Nýr formaður félagsins er Reynir Sævarsson, Efla, en auk hans samanstendur ný stjórn af Gunnari Sv. Gunnarssyni, Mannvit, Guðjóni Jónssyni, VSÓ, Kristni Guðjónssyni, Hnit, og Ólöfu Helgadóttur, Lotu. 

Tryggvi Jónsson, Mannvit, sem hefur sinnt formennsku í félaginu síðastliðin 6 ár lét af embætti formanns. Voru honum færðar bestu þakkir fyrir ötullt starf í þágu félagsins. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins, erindi um skýrslu starfshópsins um fjármögnun flýtiframkvæmda sem kom út 5. apríl síðastliðinn.

Adalfundur-13-05-2019-2-Góð mæting var á aðalfund FRV.

Adalfundur-13-05-2019-4-Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins, hélt erindi um skýrslu starfshópsins um fjármögnun flýtiframkvæmda. 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.