Fréttasafn



27. jan. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Félags rafverktaka á Norðurlandi

Aðalfundur Félags rafverktaka á Norðurlandi, FRN, var haldinn á Hótel KEA síðastliðinn föstudag. Ný stjórn félagsins var kjörin á fundinum sem í sitja Aðalsteinn Þ. Arnarsson, formaður, Gunnar Ingi Jónsson, gjaldkeri, Gísli Sigurðsson, ritari, og Jónas Magnús Ragnarsson, meðstjórnandi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, kynningu á starfsemi Rafmenntar og þá þjónustu sem þar er í boði fyrir félagsmenn. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Hjörleifur Stefánsson formaður Samtaka rafverktaka, Þór Pálsson, Gunnlaugur Magnússon, Aðalsteinn Þ. Arnarsson, Gísli Sigurðsson, Gunnar Elvar Gunnarsson, Stefán Karl Randversson, Gunnar Ingi Jónsson og Jóhann Kristján Einarsson.

Fundur-januar-2020-1-Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, kynnti starfsemi Rafmenntar.