Fréttasafn9. apr. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn Félags vinnuvélaeigenda

Ný stjórn Félags vinnuvélaeigenda var kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn föstudag. Í stjórn eru Óskar Sigvaldason, formaður, Hilmar Guðmundsson, varaformaður, Gunnbjörn Jóhannsson, Óskar Guðjónsson, Vilhjálmur Þór Matthíasson, Hreinn Sigurjónsson, Pétur Kristjánsson, Gísli Elí Guðnason. 

Á fundinum var farið yfir starfsemi félagsins á síðasta starfsári, þar sem komið var meðal annars inn á nám í jarðvinnu, norrænt samstarf, endurmenntun atvinnubílstjóra, fund um samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðenda (ESPD) og fundaröð um gæðamál í byggingariðnaði. 

Helgi Þorsteinsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn og var hann leystur út með gjöfum og þakkað fyrir sitt framlag til félagsins á liðnum árum.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Gísli Elí Guðnason, Hreinn Sigurjónsson, Gunnbjörn Jóhannsson, Hilmar Guðmundsson, varaformaður, Pétur Kristjánsson, Óskar Sigvaldason, formaður, og Óskar Guðjónsson.

Adalfundur-april-2019-2-