Fréttasafn23. apr. 2021 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki

Ný stjórn Félags vinnuvélaeigenda

Rafrænn aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda fór fram í vikunni. Á fundinum fór formaður félagsins, Óskar Sigvaldason, með skýrslu stjórnar. Hann greindi frá helstu áherslumálum og verkefnum félagsins á liðnu starfsári. Hilmar Guðmundsson, fráfarandi varaformaður, lét af störfum í stjórn eftir 15 ára stjórnarsetu. Voru honum færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ný stjórn félagsins er þannig skipuð: Óskar Sigvaldason, formaður, Vilhjálmur Þór Matthíasson, varaformaður, Gísli Elí Guðnason, Gunnbjörn Jóhannsson, Hreinn Sigurjónsson, Ívan Örn Hilmarsson, Óskar Guðjónsson og Pétur Kristjánsson.

Áður en formleg aðalfundarstörf hófust áttu félagsmenn samtal við Gest Pétursson, framkvæmdastjóra Veitna, og Hólmfríði Bjarnadóttur, umhverfisstjóra Veitna, um þá vegferð Veitna að leggja aukna áherslu á umhverfismál í vali á verktökum á vegum fyrirtækisins og stuðla þannig að orkuskiptum í framkvæmdum. Félagsmenn fögnuðu þessu framtaki Veitna og tóku undir mikilvægi þess að verkkaupar einblíni ekki eingöngu á verð heldur einnig aðra þætti, svo sem umhverfisáhrif og gæði að öðru leyti. Hvetur félagið aðra verkkaupa til að taka sér þessi markmið til fyrirmyndar.

Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, var fundarstjóri. 

Á myndinni hér fyrir ofan er Óskar Sigvaldason, formaður Félags vinnuvélaeigenda.

VilhjalmurVilhjálmur Þór Matthíasson er nýr varaformaður félagsins.

GesturGestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, ræddi við félagsmenn um þá vegferð Veitna að leggja aukna áherslu á umhverfismál í vali á verktökum á vegum fyrirtækisins og stuðla þannig að orkuskiptum í framkvæmdum.

FVE2Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, var fundarstjóri.