Fréttasafn15. maí 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Ný stjórn FRV kosin á aðalfundi

Á aðalfundi Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, sem haldinn var í gær var kjörin ný stjórn félagsins.

Formaður félagsins er Tryggvi Jónsson, Mannvit. Aðrir í stjórn eru Guðjón Jónsson, VSÓ, Kristinn Guðjónsson, Hnit, Ólöf Helgadóttir, Lota, og Reynir Sævarsson, EFLA. Úr stjórn gekk Arinbjörn Friðriksson, EFLU, og voru honum færðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu félagsins. Sigurgeir Þórarinsson, Mannvit, var endurkjörinn skoðunarmaður félagsins.

Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum félagsins. Helsta breytingin felst í því að stjórn FRV mun skipa siðanefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og taka ákvarðanir um meint brot aðildarfyrirtækja á siðareglum félagsins. Þá mun lögfræðingur SI starfa sem ritari nefndarinnar og veita nefndarmönnum faglega ráðgjöf.

Áður en formleg aðalfundarstörf hófust hélt Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, erindið Orka til framtíðar.

Adalfundur-2018-6-

Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, flutti erindið Orka til framtíðar.

Adalfundur-2018

Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, var fundarstjóri. 

Adalfundur-2018-2-

Arnar Kári Hallgrímsson, formaður, Yngri ráðgjafa greindi frá starfsemi þessarar undirdeildar FRV.

Adalfundur-2018-3-

Formaður FRV, Tryggvi Jónsson, greindi frá skýrslu stjórnar.

Adalfundur-2018-5-