Fréttasafn



21. okt. 2019 Almennar fréttir Menntun

Ný stjórn IÐUNNAR

Ný stjórn IÐUNNAR fræðsluseturs var kjörin á aðalfundi sem fram fór í húsnæði IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 í Reykjavík fimmtudaginn 17. október síðastliðinn. Á myndinni hér fyrir ofan er ný stjórn ásamt framkvæmdastjóra, talið frá vinstri, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, Guðrún Birna Jörgensen, Guðmundur Helgi Þórarinsson, Hildur Elín Vignir, Guðmundur Ingi Skúlason, Georg Páll Skúlason, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Hilmar Harðarson, Finnbjörn A. Hermannsson og Eyjólfur Bjarnason. Á myndina vantar Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur og Þráinn Lárusson.

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, lagður var fram ársreikningur og birt ársskýrsla. Aðalfundinum lauk með erindi Heiðrúnar Hrundar Jónsdóttur, doktorsnema og verkefnastjóra, um námsval og brotthvarf úr skólum.

Á Facebook IÐUNNAR er hægt að skoða myndir frá fundinum.

Adalfundur-oktober-2019Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR.

GBJ-adalfundur-oktober-2019Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.